Return to site

„Skilgreiningin á flóttamanni er gyðingur í seinni heimsstyrjöldinni“

Viðtal í DV 2016

Málefni hælisleitenda, eða þeirra sem sækjast eftir alþjóðlegri vernd hérlendis, eru flókin og erfitt að átta sig á því af hverju sumir fá vernd en öðrum er úthýst. Lögfræðingur Rauða krossins segir nánast ómögulegt fyrir fólk frá Balkanlöndunum að fá hér hæli. „Það verður fleiri barnafjölskyldum vísað úr landi á næstu misserum,“ segir Arndís Anna K. Gunnarsdóttir í yfirferð um málaflokkinn með blaðamanni.