•  

  Þú ert á réttum stað

  RÉTTINDI ÞÍN SKIPTA MÁLI

 • Þjónusta sniðin að þínum þörfum

  Lausnamiðuð, sveigjanleg og áreiðanleg þjónusta

  RÁÐGJÖF

  Vantar þig ráð?

  Hvort sem álitaefnið er stórt eða lítið mun ég segja þér hvaða möguleika þú hefur í stöðunni, hvað það mun kosta (og hvort), og hversu langan tíma það mun taka að finna fyrir þig lausn.

  SKJALAGERÐ

  Viltu að ég útbúi fyrir þig skjal?

  Erfðaskrá, kaupmáli, leigusamningur, kaupsamningur... Ef þig vantar einfaldlega að ég útbúi fyrir þig skjal, hafðu samband og við skoðum málið.

  MÁLFLUTNINGUR

  Þarftu að mæta fyrir dóm?

  Hvort sem það er að þínu frumkvæði eða annarra, get ég aðstoðað þurfirðu að fara fyrir dóm. Ég er með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi og ef málið fer lengra mun ég útvega þar til bæran lögmann sem mun aðstoða mig við að fylgja þér alla leið.

 • ARNDÍS ANNA K. GUNNARSDÓTTIR

  Ég er sjálfstætt starfandi lögmaður, útskrifuð með meistarapróf í lögfræði (mag.jur.) frá Háskóla Íslands árið 2009 og með viðbótarmaster (LL.M) í mannréttindum frá KU Leuven í Belgíu árið 2013. Frá árinu 2017 hef ég stundað doktorsnám í mannréttindum við háskólann í Strassborg í Frakklandi.

   

  Ég hef starfað á ýmsum sviðum lögfræðinnar og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2010. Undanfarin 6 ár hef ég unnið hjá Rauða krossinum á Íslandi við réttindagæslu flóttafólks, en þar áður starfaði ég m.a. í innanríkisráðuneytinu, á Barnaverndarstofu og á LEX lögmannsstofu.

   

  Í dag er ég sjálfstætt starfandi lögmaður, auk þess sem ég sinni ýmsum öðrum verkefnum. Nánari upplýsingar um náms- og starfsferil minn má sjá hér.

   

  Íslenska er mitt móðurmál, en þess utan tala ég ensku, ítölsku og frönsku.

 • Bloggið

  GREINAR OG HUGLEIÐINGAR

  February 18, 2021
  Við höldum oft – göngum jafnvel út frá því – að á Íslandi njóti mannréttindi fólks ríkari verndar  en annars staðar. Fjölmiðlar keppast um að færa okkur þær fréttir að við séum best í heimi – að minnsta kosti miðað við höfðatölu. Árið 2020 var Ísland metið friðsælasta ríki heims, og réttindi...
  November 6, 2019
  Bragi Páll Sigurðarson fer mikinn í grein um mál þunguðu, albönsku konunnar á Stundinni í dag, undir fyrirsögninni „Allir bara að vinna vinnuna sína“. Það er vissulega algengt viðkvæði í þessum málaflokki að starfsfólk Útlendingastofnunar og lögreglu sé „bara að vinna vinnuna sína” þegar upp...
  Í umræð­unni um umskurð drengja und­an­farnar vikur hefur þeirri stað­hæf­ingu nokkrum sinnum verið varpað fram að bann við umskurði ómálga drengja í nafni trú­ar­bragða stríði gegn mann­rétt­indum for­eldra barns­ins, nánar til­tekið trú­frelsi þeirra.   Í við­tali við DV kvað fram­kvæmda­stjóri...
  More Posts
 • Hafðu samband

  All Posts
  ×