ARNDÍS ANNA K. GUNNARSDÓTTIR
Ég er sjálfstætt starfandi lögmaður, útskrifuð með meistarapróf í lögfræði (mag.jur.) frá Háskóla Íslands árið 2009 og með viðbótarmaster (LL.M) í mannréttindum frá KU Leuven í Belgíu árið 2013. Frá árinu 2017 hef ég stundað doktorsnám í mannréttindum við háskólann í Strassborg í Frakklandi.
Ég hef starfað á ýmsum sviðum lögfræðinnar og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2010. Undanfarin 6 ár hef ég unnið hjá Rauða krossinum á Íslandi við réttindagæslu flóttafólks, en þar áður starfaði ég m.a. í innanríkisráðuneytinu, á Barnaverndarstofu og á LEX lögmannsstofu.
Í dag er ég sjálfstætt starfandi lögmaður, auk þess sem ég sinni ýmsum öðrum verkefnum. Nánari upplýsingar um náms- og starfsferil minn má sjá hér.
Íslenska er mitt móðurmál, en þess utan tala ég ensku, ítölsku og frönsku.